Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

198. fundur 17. október 2011 kl. 13:00 - 14:40 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Sigríður María Hammer
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Njáll Trausti Friðbertsson
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Íþróttahöllin - endurnýjun á bekkjum

Málsnúmer 2011100049Vakta málsnúmer

Rætt um endurnýjun áhorfendabekkja sem voru á gólfi Íþróttahallarinnar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að leitað verði tilboða í smíði og uppsetningu bekkjanna.

2.Akureyrarvöllur - endurbætur 2010-2012

Málsnúmer 2010070100Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Gunnari Jónssyni framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags Akureyrar um búnaðarkaup fyrir Akureyrarvöll dags. 14. september 2011.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísar erindinu til íþróttaráðs.

3.Fjárhagsáætlun 2012 - Fasteignir Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2011090132Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2012.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir áætlunina með umræddum breytingum og vísar henni áfram til afgreiðslu í bæjarráði.

Fundi slitið - kl. 14:40.