Fjármál sveitarfélaga

Málsnúmer 2011090107

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3290. fundur - 29.09.2011

Lagt fram til kynningar erindi dags. 21. september 2011 frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem fram kemur að það sé vilji nefndarinnar að halda áfram samskiptum sínum við kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum með það að markmiði að auka upplýsingar, auðvelda samanburð á rekstrarlegum og fjárhagslegum stærðum milli sveitarfélaga og skapa umræður um fjármál þeirra.

Bæjarráð - 3387. fundur - 31.10.2013

Lagt fram til kynningar erindi dags. 23. október 2013 frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS). Erindið er tvíþætt, annars vegar er greint frá fjárhagslegum viðmiðum EFS sem nefndin hefur til hliðsjónar vegna yfirferðar á fjármálum sveitarfélaga og hins vegar er óskað eftir upplýsingum frá öllum sveitarfélögum um með hvaða hætti þau hagi fjármálastjórn síns sveitarfélags og eftirliti með því frá mánuði til mánaðar.