Skammtímavistun - aukin þjónusta

Málsnúmer 2011090046

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1129. fundur - 14.09.2011

S. Anna Einarsdóttir forstöðumaður skammtímavistunar og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar lögðu fram beiðni um aukna fjárveitingu fyrir þjónustu í skammtímavistun vegna nýrrar umsóknar fyrir einstakling sem ekki getur nýtt þjónustuna með öðrum notendum. Áætlaður kostnaður fram að áramótum er kr. 1.323.508.

Félagsmálaráð samþykkir beiðni um aukna fjárveitingu fyrir þessa þjónustu en felur jafnframt framkvæmdastjóra búsetudeildar að kanna kostnaðarþátttöku ríkisins við þetta mál.

Félagsmálaráð - 1138. fundur - 25.01.2012

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar, S. Anna Einarsdóttir forstöðumaður skammtímavistunar og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild kynntu þörf fyrir aukna þjónustu vegna neyðarvistunar eins einstaklings sex daga vikunnar í skammtímavistuninni. Lagt var fram trúnaðarskjal dag. 24. janúar 2012.

Félagsmálaráð samþykkir fyrir sitt leyti aukna þjónustu í skammtímavistun. Málinu vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3307. fundur - 02.02.2012

2. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 25. janúar 2012:
Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar, S. Anna Einarsdóttir forstöðumaður skammtímavistunar og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild kynntu þörf fyrir aukna þjónustu vegna neyðarvistunar eins einstaklings sex daga vikunnar í skammtímavistuninni. Lagt var fram trúnaðarskjal dags. 24. janúar 2012.
Félagsmálaráð samþykkir fyrir sitt leyti aukna þjónustu í skammtímavistun. Málinu vísað til bæjarráðs.

Lagt fram til kynningar.