Félagsmálaráð

1129. fundur 14. september 2011 kl. 14:00 - 17:20 Fundarsalur á 4. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Inda Björk Gunnarsdóttir formaður
  • Dagur Fannar Dagsson
  • Jóhann Ásmundsson
  • Oktavía Jóhannesdóttir
  • Sif Sigurðardóttir
Starfsmenn
  • Margrét Guðjónsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagserindi 2011 - áfrýjanir

Málsnúmer 2011010144Vakta málsnúmer

Ester Lára Magnúsdóttir og Ingibjörg Ösp Sigurjónsdóttir félagsráðgjafar á fjölskyldudeild ásamt Guðrúnu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra sátu fundinn undir þessum lið og kynntu áfrýjanir í fjárhagsaðstoð.

Áfrýjanirnar og afgreiðsla þeirra er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

2.Skammtímavistun - aukin þjónusta

Málsnúmer 2011090046Vakta málsnúmer

S. Anna Einarsdóttir forstöðumaður skammtímavistunar og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar lögðu fram beiðni um aukna fjárveitingu fyrir þjónustu í skammtímavistun vegna nýrrar umsóknar fyrir einstakling sem ekki getur nýtt þjónustuna með öðrum notendum. Áætlaður kostnaður fram að áramótum er kr. 1.323.508.

Félagsmálaráð samþykkir beiðni um aukna fjárveitingu fyrir þessa þjónustu en felur jafnframt framkvæmdastjóra búsetudeildar að kanna kostnaðarþátttöku ríkisins við þetta mál.

3.Búsetuþjónusta fyrir geðfatlaða - starfsemi 2011

Málsnúmer 2011040109Vakta málsnúmer

Ólafur Örn Torfason forstöðumaður og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar lögðu fram kostnaðaráætlun vegna nýrrar sólarhringsþjónustu við geðfatlaða.
Málið var áður á dagskrá félagsmálaráðs 27. apríl sl.

4.Heimahjúkrun - reglur um skammtímadvöl 2010

Málsnúmer 2010050016Vakta málsnúmer

Kamilla Þorsteinsdóttir deildastjóri heimahjúkrunar og Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynntu nýjar reglur um skammtímadvöl á Öldrunarheimilum Akureyrar.
Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA sátu fundinn undir þessum lið.

Félagsmálaráð samþykkir reglur um skammtímadvöl með breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim áfram til bæjarráðs.

5.Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu - félagsfundur 2011

Málsnúmer 2011090044Vakta málsnúmer

Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA kynnti málefni er varða Öldrunarheimili Akureyrar í tengslum við fundi Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Þar kemur fram að fyrirhugaður er 2% niðurskurður hjá stofnunum samtakanna árið 2012.

Félagmálaráð tekur undir áhyggjur Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu um fyrirhugaðan niðurskurð.

6.Félagsmálaráð - rekstraryfirlit 2011

Málsnúmer 2011040030Vakta málsnúmer

Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA, Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar, Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynntu rekstraryfirlit fyrir fyrstu sjö mánuði ársins.

7.Fjárhagsáætlun 2011 - færsla fjárveitinga á milli ára

Málsnúmer 2011090042Vakta málsnúmer

Bæjarráð heimilaði færslu fjárveitinga á milli ára í félagsþjónustu. Um er að ræða 12 milljónir króna sem koma í hlut fjölskyldudeildar og búsetudeildar.
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar sátu fundinn undir þessum lið.

Félagsmálaráð fagnar þessari ákvörðun og lítur svo á að um viðurkenningu sé að ræða fyrir góðan rekstur.

Félagsmálaráð samþykkir að upphæðinni verði skipt jafnt á milli deildanna þannig að hvor deild hafi 6 milljónir króna til ráðstöfunar.

8.Fjárhagsáætlun 2012 - félagsmálaráð

Málsnúmer 2011090047Vakta málsnúmer

Fjárhagsrammi ársins 2012 sem samþykktur var í bæjarráði kynntur.

9.Starfsáætlun félagsmálaráðs 2010-2014

Málsnúmer 2011010043Vakta málsnúmer

Lögð fyrir drög að starfsáætlun félagsmálaráðs fyrir tímabilið 2011-2014.

Frestað.

Fundi slitið - kl. 17:20.