Hundahald í Grímsey - stjórnsýslukæra

Málsnúmer 2011070056

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3298. fundur - 24.11.2011

Lagður fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir dags. 10. nóvember 2011 í máli nr. 14/2011 - Hundahald í Grímsey.
Í úrskurðinum er meðal annars staðfest ákvörðun Akureyrarbæjar um að banna hundahald í Grímsey með þeim hætti að hvort tveggja sé bannað að þar dvelji hundur og að þangað komi hundur í heimsókn.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.