Bæjarstjórnarfundir í júlí og ágúst 2011

Málsnúmer 2011050160

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3305. fundur - 07.06.2011

Lögð fram eftirfarandi tillaga um bæjarstjórnarfundi í júlí og ágúst 2011:
Í samræmi við 7. og 47. grein samþykktar um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar samþykkir bæjarstjórn að í júlí og ágúst 2011 verði sumarleyfi bæjarstjórnar. Ekki verða haldnir fundir í bæjarstjórn í júlí og ágúst nema þörf krefji eða þriðjungur bæjarfulltrúa krefjist þess. Jafnframt er bæjarráði á þessum tíma heimiluð fullnaðarafgreiðsla þeirra mála sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu og lög mæla ekki gegn.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.