Grenndargámar - hreinsun og eftirlit - fyrirspurn

Málsnúmer 2011050105

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3273. fundur - 19.05.2011

Lagt fram svar bæjarstjóra við fyrirspurn sem Sigurður Guðmundsson A-lista lagði fram í bæjarráði 24. mars sl. varðandi aðkomu starfsmanna Akureyrarbæjar að hreinsun og eftirliti við grenndargáma, þar sem það er ekki innan samnings Akureyrarbæjar og Gámaþjónustu Norðurlands ehf.

Samkvæmt samningi við Gámaþjónustuna ehf útvegar verktaki gáma/ílát á hverja grenndarstöð og rekur að öllu leyti.
Verktaki sér einnig samkvæmt samningi um að ílátin og umhverfi þeirra sé alltaf sérstaklega snyrtilegt.

Verktakinn er undanskilinn snjómokstri og hálkueyðingu.
Starfsmenn Framkvæmdamiðstöðvar sjá ásamt öðrum verkum um umhirðu í sveitarfélaginu jafnhliða því að sinna eftirliti með málaflokknum. Starfsmenn Framkvæmdamiðstöðvar sinna starfi sínu af samviskusemi og vandvirkni. Ábendingum um slælega umgegni í bænum er reglulega komið á framfæri við fyrirtæki og einstaklinga sé talin ástæða til.

Hermann Jón Tómasson S-lista vék af fundi kl. 10:55.