Heimasíða Akureyrarbæjar - rekstur

Málsnúmer 2011050081

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3273. fundur - 19.05.2011

Lagt fram svar bæjarstjóra við fyrirspurn Sigurðar Guðmundssonar A-lista sem fram kom undir liðnum Önnur mál á fundi bæjarráðs 20. janúar 2011 og varðar heildarkostnað við rekstur heimasíðu Akureyrarbæjar og samningstíma við núverandi rekstraraðila.

Heildarkostnaður við vefina: www.akureyri.is og www.visitakureyri.is var á árinu 2010 um 2,4 m.kr. en þá er talin aðkeypt þjónusta en ekki vinna starfsmanna Akureyrarbæjar.
Samningstími við núverandi þjónustuaðila síðunnar er ótímabundinn en með gagnkvæmum þriggja mánaða uppsagnarfresti.