Íþróttahús við Dalsbraut - KA heimili - verðkönnun í endurnýjun á gólfi og bekkjum

Málsnúmer 2011050051

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 189. fundur - 27.05.2011

Farið yfir stöðuna í endurnýjun á gólfi og bekkjum.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar felur Valþóri Brynjarssyni verkefnisstjóra viðhalds að vinna áfram að málinu.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 190. fundur - 16.06.2011

Lagður fram til kynningar samningur við Altís ehf um kaup og fullnaðarfrágang á nýju fjaðrandi dúkgólfi.
Sigfús Arnar Karlsson B-lista óskar eftir því að fulltrúi KA fái að fylgjast með framgangi verksins og leggur áherslu á að því verði lokið 20. ágúst 2011 eins og kemur fram í verksamningi.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 192. fundur - 15.07.2011

Farið yfir tilboð sem bárust í smíði á áhorfendabekkjum og handriðum.
Eftirfarandi tilboð bárust í verkið:
Útrás ehf kr. 10.163.000
Vélsmiðja Steindórs ehf kr. 14.281.650
Lögð fram drög að verksamningi.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að ganga til samninga við Útrás ehf.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 193. fundur - 19.08.2011

Farið yfir stöðuna á innkaupum á áhorfendabekkjum.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að setja 32 bekkjaeiningar í íþróttahús KA v/Dalsbraut.