Hlíðarfjallsvegur 7-13 - umsókn um bráðabrigða ökugerði

Málsnúmer 2011050048

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 114. fundur - 18.05.2011

Erindi dagsett 10. maí 2011 þar sem Halldór Jóhannsson f.h. Bílaklúbbs Akureyrar, kt. 660280-0149, óskar eftir samþykki fyrir merkingu og notkun á bílastæðum og byggingarreitum við Hlíðarfjallsveg 7-13 vegna starfsemi ökugerðis í samræmi við meðfylgjandi teikningu. Notkunin á að vara óskilgreindan tíma á meðan heildarsvæðið er í uppbyggingu. Einnig er óskað eftir að fá að reisa tímabundið skrifstofu- og kennsluhús vegna ökukennslunnar sunnan innkeyrslunnar á svæðið.

Skipulagsnefnd samþykkir tímabundna breytta notkun á bílastæðasvæðum samkvæmt gildandi deiliskipulagi fyrir starfsemi ökugerðis til þriggja ára. Einnig heimilar skipulagsnefnd að reist verði tímabundið skrifstofu- og kennsluhús vegna ökukennslunnar sunnan innkeyrslunnar á svæðið.

Byggingarleyfisumsókn vegna framkvæmdanna verður afgreidd þegar hún berst.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 350. fundur - 01.06.2011

Erindi dagsett 25. maí 2011 þar sem Sigurður Ágústsson f.h. Bílaklúbbs Akureyrar, kt. 660280-0149, sækir um leyfi til að gera ökugerði og bílastæði á svæði félagsins við Hlíðarfjallsveg 7-13 skv. meðfylgjandi teikningu.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 374. fundur - 23.11.2011

Erindi dagsett 10. nóvember 2011 þar sem Sigurður Ágústsson f.h. Bílaklúbbs Akureyrar, kt. 660280-0149, sækir um breytingar frá áður samþykktum teikningum af ökugerði sem staðsett er á lóð BA við Hlíðarfjallsveg 11. Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.