Framkvæmdaráð

229. fundur 04. mars 2011 kl. 09:13 - 11:54 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Sigríður María Hammer
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna- fráveitu og hreinlætismála
  • Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
Dagskrá

1.Starfsáætlun framkvæmdaráðs - 2011-2014

Málsnúmer 2011010021Vakta málsnúmer

Bæjartæknifræðingur, Helgi Már Pálsson, fór yfir framkvæmdaáætlun áranna 2011-2014.

2.Dráttarvél - örútboð

Málsnúmer 2011020030Vakta málsnúmer

Forstöðumaður umhverfismála, Jón Birgir Gunnlaugsson, kynnti niðurstöður útboðs á dráttarvélum til notkunar við grasslátt og snjómokstur.

Samþykkt að taka hagstæðasta tilboði í dráttarvélina frá Þór hf.

Heildarkostnaður kr. 25 m.kr. vegna tækjakaupa fyrir grasslátt og snjómokstur greiðist af þegar samþykktri upphæð í eignasjóði.

3.Þingvallastræti - endurhönnun götu

Málsnúmer 2010060058Vakta málsnúmer

Kristinn Magnússon frá Verkfræðistofu Norðurlands ehf og Halldór Jóhannsson frá Teiknum á lofti kynntu tillögur að breytingum á Þingvallastræti sem unnar voru á árinu 2007 af Teiknum á lofti og Verkfræðistofu Norðurlands ehf.

Framkvæmdaráð þakkar Kristni og Halldóri góða kynningu.

Framkvæmdaráð samþykkir að bifreiðastæði verði aðeins að sunnanverðu frá Þórunnarstræti að Mýrarvegi og að núverandi áfangi geri ráð fyrir óbreyttum gatnamótum við Mýrarveg.

4.Slökkvilið Akureyrar - ýmis málefni

Málsnúmer 2010050026Vakta málsnúmer

Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri mætti á fundinn og fór yfir samstarfssaming slökkviliða við Eyjafjörð.

5.Stoppistöðvar Strætisvagna Akureyrar - aðgengi og aðstaða fyrir farþega.

Málsnúmer 2011030008Vakta málsnúmer

Í bæjarráði þann 24. febrúar sl. óskaði Ólafur Jónsson D-lista eftir því undir öðrum málum að gerð yrði úttekt á öllum stoppistöðvum SVA m.t.t. aðgengis og aðstöðu fyrir farþega.

Unnið hefur verið að því undanfarin ár að laga stoppistöðvar strætisvagnanna. meðal annars með því að fjölga biðskýlum. Sú vinna heldur áfram og sér framkvæmdaráð ekki ástæðu til að gera sérstaka úttekt á aðgengi og aðstöðu að stoppistöðvum.

6.Önnur mál í framkvæmdaráði

Málsnúmer 2011020089Vakta málsnúmer

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista spurðist fyrir um hvernig innleiðing og fræðsla gengi varðandi sorpmálin.

Fundi slitið - kl. 11:54.