Múlasíða 5e - leiguíbúð - kaup

Málsnúmer 2011010104

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3258. fundur - 27.01.2011

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri óskar eftir heimild til að kaupa íbúðina í Múlasíðu 5e og breyta henni í leiguíbúð.
Oddur Helgi Halldórsson L-lista og Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista viku af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins vegna tengsla.
Ólafur Jónsson D-lista, aldursforseti, stjórnaði fundi undir þessum lið.

Meirihluti bæjarráðs heimilar fjármálastjóra að ganga frá kaupum á íbúðinni.

Kostnaði er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.