Olíu- og bensínviðskipti

Málsnúmer 2011010098

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3257. fundur - 20.01.2011

Lagt fram minnisblað frá Hagþjónustu dags. 19. janúar 2011 um olíu- og bensínviðskipti Akureyrarbæjar.

Bæjarráð samþykkir að Akureyrarbær kaupi lífdíeselolíu af N1 á þau tæki sem henta og hagkvæmt þykir þar til útboð fer fram á nýjum rammasamningi Ríkiskaupa um bensín- og olíukaup.

Önnur olíu- og bensínkaup fari eftir rammasamningi Ríkiskaupa sem gildir til loka maí 2011.