Mannvirkjalög nr. 160/2010

Málsnúmer 2011010097

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3257. fundur - 20.01.2011

Lagt fram til kynningar minnisblað dags. 14. janúar 2011 frá Guðjóni Bragasyni f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga um áhrif nýrra mannvirkjalaga á umboð byggingarnefnda.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3260. fundur - 10.02.2011

Lagt fram til kynningar erindi dags. 31. janúar 2011 frá umhverfisráðuneytinu. Þar er meðal annars vakin athygli sveitarfélaga á ákvæðum nýrra laga varðandi störf byggingarfulltrúa og byggingarnefnda. Eftir gildistöku laganna þarf sérstaka samþykkt sveitarfélags um störf byggingarnefndar sem staðfest skal af umhverfisráðherra ef sú ákvörðun er tekin að byggingarnefnd skuli vera í sveitarfélaginu.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.