Skíðasvæðin við Eyjafjörð - sameiginleg árskort

Málsnúmer 2010120010

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 83. fundur - 02.12.2010

Erindi dags. 1. desember 2010 frá Stefaníu Steinsdóttur f.h. Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar þar sem óskað er eftir því að Akureyrarbær verði með í sameiginlegu árskorti fyrir skíðasvæðin við Eyjafjörð ásamt Dalvík, Siglufirði og Ólafsfirði.

Íþróttaráð samþykkir samvinnu við önnur skíðasvæði á Eyjafjarðarsvæðinu og felur framkvæmdastjóra íþróttadeildar og forstöðumanni Hlíðarfjalls að ljúka málinu.