Framkvæmdaráð

232. fundur 15. apríl 2011 kl. 10:18 - 12:55 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna- fráveitu og hreinlætismála
  • Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
Dagskrá

1.Isavia ohf - uppsögn þjónustusamnings um viðbúnaðarþjónustu á flugvellinum á Akureyri

Málsnúmer 2010110004Vakta málsnúmer

Ræddar voru hugmyndir um framtíð þjónustusamnings um viðbúnaðarþjónustu á Akureyrarflugvelli.
Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri og Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur gerðu grein fyrir viðræðum við Isavia ohf á fundinum.
Njáll Trausti Friðbertsson fulltrúi D-lista vék af fundi undir þessum lið.

Framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

2.Slökkvilið Akureyrar kaup á klippum

Málsnúmer 2011040068Vakta málsnúmer

Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri kynnti stöðu mála vegna fjármögnunar á kaupum á nýjum klippum fyrir SA, en safnast hefur um helmingur fjárhæðar vegna kaupanna.

Framkvæmdaráð þakkar slökkviliðsstjóra komuna á fundinn.

Framkvæmdaráð samþykkir samhljóða að óska eftir aukafjárveitingu bæjarráðs allt að kr. 4.000.000 fyrir kaupum á klippibúnaði fyrir Slökkvilið Akureyrar.

3.SVA helgarakstur

Málsnúmer 2011040069Vakta málsnúmer

Kynntur var kostnaður vegna helgaraksturs SVA yfir sumarmánuðina.

Meirihluti framkvæmdaráð samþykkir að taka upp helgarakstur SVA.

Sigfús Arnar Karlsson fulltrúi B-lista óskaði bókað að hann teldi rétt að vísa málinu til vinnu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012 og greiddi því atkvæði á móti.

4.Snjómokstur og hálkuvarnir 2010-2012 - beiðni um gögn

Málsnúmer 2010110137Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dags. 31. mars 2011 frá GV-gröfum ehf og Túnþökusölu Kristins ehf þar sem gerðar eru athugasemdir við framkvæmd snjómokstursútboðs.

5.Samtök iðnaðarins - beiðni um upplýsingar um jarðvinnuframkvæmdir 2007-2010

Málsnúmer 2010100019Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð ræddi bréf frá verktökum á Akureyri dags. 10. mars 2011 þar sem farið er yfir samskipti við starfsmenn framkvæmdadeildar og framkvæmdamiðstöðvar Akureyrarkaupstaðar.

Fundi slitið - kl. 12:55.