Norrænt orkusveitarfélag 2011

Málsnúmer 2010100154

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3244. fundur - 04.11.2010

Erindi dags. 25. október 2010 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga f.h. Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem sveitarfélögum á Norðurlöndum er boðið til samkeppni um titilinn Norrænt orkusveitarfélag 2011.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

Umhverfisnefnd - 53. fundur - 25.11.2010

Tekið fyrir erindi dags. 25. október 2010 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga f.h. Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem sveitarfélögum á Norðurlöndum er boðið til samkeppni um titilinn Norrænt orkusveitarfélag 2011.
Erindinu var vísað til umhverfisnefndar frá bæjarráði 4. nóvember 2010.
Jakob Björnsson frá Orkustofnun mætti á fundinn undir þessum lið.

Umhverfisnefnd þakkar Jakobi Björnsyni fyrir góða kynningu á samkeppni um Norrænt orkusveitarfélag 2011.

Umhverfisnefnd felur starfsmönnum að vinna að umsókn í samvinnu við Orkusetur um þátttöku í verkefninu og kynna drög á næsta fundi.

Umhverfisnefnd - 55. fundur - 20.01.2011

Farið yfir vinnu við gerð umsóknar Akureyrarkaupstaðar í samkeppni um Norrænt orkusveitarfélag.
Sigurður Ingi Friðleifsson framkvæmdastjóri Orkuseturs mætti á fundinn undir þessum lið.

Umhverfisnefnd þakkar Sigurði komuna á fundinn.