Umhverfisnefnd

56. fundur 03. febrúar 2011 kl. 16:15 - 17:12 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Sigmar Arnarsson formaður
  • Hulda Stefánsdóttir
  • Kolbrún Sigurgeirsdóttir
  • Petrea Ósk Sigurðardóttir
  • Valdís Anna Jónsdóttir
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson
  • Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
Dagskrá

1.Endurvinnanlegt hráefni úr grenndargámum - tilboð

Málsnúmer 2010100106Vakta málsnúmer

Tekið fyrir á ný tilboð í mögulegan farveg fyrir endurvinnsluefni úr grenndargámum. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar þann 20. janúar sl.

Lagt er til að samningi við Sagaplast ehf verði haldið áfram með þeim forsendum að samningnum verði sagt upp þegar innleiðingu á nýju sorphirðukerfi er lokið. Uppsagnarfrestur á þeim samningi verður svo nýttur til að safna upplýsingum um magntölur á endurvinnanlegum úrgangi sem safnast saman á grenndarstöðvar. Að uppsagnarfresti liðnum er gert ráð fyrir opnu útboði á endurvinnsluefnum sem falla til á grenndarstöðvum.

Kolbrún Sigurgeirsdóttir D-lista óskar bókað:

Óþarfi að gera viðbótarsamning með styttri gildistíma. Tel nægilegt að fyrri samningur sem undirrritaður var 9. september 2010 um sorphirðu við Gámaþjónustu Norðurlands ehf gildi þar sem í honum eru ákvæði um endurskoðun. Ástæðan er sú að ég tel óeðlilegt að opna á endurskoðun umfram það sem gert er í útboði. Hafi verktaki efasemdir um magn hefði hann átt að láta þær í ljós á tilboðsstigi. Hefur væntanlega gert ráð fyrir þessu í einingaverði.

2.Umhverfisnefnd - breyting fundartíma 2011

Málsnúmer 2011020018Vakta málsnúmer

Hugmynd að breyttum fundartíma umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu.

Umhverfisnefnd ákveður að færa fundartíma nefndarinnar sem hingað til hefur verið þriðja fimmtudag í mánuði kl. 16:15 til annars þriðjudags í mánuði kl. 16:15.

3.Aðalskipulag Eyjafjarðar - efnistökusvæði - kynning og auglýsing

Málsnúmer 2011010075Vakta málsnúmer

Erindi dags. 13. janúar 2011 frá Jónasi Vigfússyni f.h. Eyjafjarðarsveitar þar sem lögð er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar vegna efnistökusvæða.
Samkvæmt tillögu að aðalskipulagsbreytingu dags. 5. desember 2010 er gert ráð fyrir nýju efnistökusvæði í landi Hvamms sunnan Kjarnaskógar.

Umhverfisnefnd Akureyrarkaupstaðar ítrekar fyrri bókun sína frá 25. mars 2010 um að sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar falli frá tillögu að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar vegna 120.000 rúmmetra efnistökusvæðis í landi Hvamms, sunnan Kjarnaskógar. Í Umhverfisskýrslu EFLU dags.15. nóvember 2010 er talið að efnistaka í Hvammi geti haft neikvæð áhrif vegna hávaða, rykmengunar og titrings fyrir íbúa aðliggjandi jarðar og gesti Kjarnaskógar. Þessu til viðbótar verður líklega sjónmengun af viðkomandi námu fyrir þá gesti útivistarsvæðisins sem eiga leið um þau svæði sem ofarlega liggja. Einnig er bent á að ætlað efnistökusvæði er stórt þar sem ætlunin er að vinna berg með sprengingum á staðnum. Gera má ráð fyrir hljóðmengun vegna sprenginga og vinnslu grjóts. Reikna má með fallryki af slíkri vinnslu. Jafnframt mun aukin umferð stórra og þungra bíla hafa áhrif til hins verra. Þetta mun þar af leiðandi hafa áhrif á eitt fjölsóttasta útivistarsvæði Akureyringa og Eyfirðinga í Kjarnaskógi. Jafnframt er bent á bókun skipulagsnefndar frá þvi 26. janúar 2011 þar sem skipulagsnefnd Akureyrarkaupstaðar gerir athugasemd við að í tillögunni sé gert ráð fyrir efnistöku í landi Hvamms. Í ljósi þessa ítrekar umhverfisnefnd áskorun sína að sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar falli frá tillögu sinni að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar frá 5. desember 2010 vegna 120.000 rúmmetra efnistökusvæðis í landi Hvamms.

4.Gámaþjónusta Norðurlands ehf - ósk um umsögn um tillögu að starfsleyfi

Málsnúmer 2011010133Vakta málsnúmer

Erindi frá Umhverfisstofnun dags 19. janúar 2011 þar sem óskað er umsagnar Akureyrarkaupstaðar á tillögu að starfsleyfi til Gámaþjónustu Norðurlands ehf fyrir móttökustöð fyrir úrgang við Rangárvelli, Akureyri.

Umhverfisnefnd leggur til að samþykkt verði starfsleyfi fyrir Gámaþjónustu Norðurlands ehf vegna móttökustöðvar fyrir úrgang. Umhverfisnefnd leggur jafnframt til að Gámaþjónusta Norðurlands ehf fari ítarlega eftir tillögum Umhverfisstofnunar um starfsleyfi móttökustöðvar.

Umhverfisnefnd bendir jafnframt á að umhverfi móttökustöðvarinnar skuli vera til fyrirmyndar og að lyktar- og sjónmengun verði haldið í lágmarki.

Fundi slitið - kl. 17:12.