Glerárskóli - félagsráðgjöf

Málsnúmer 2010100075

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 26. fundur - 06.12.2010

Tölvupóstur dags. 12. október 2010 þar sem Ólafía Kristín Guðmundsdóttir óskar eftir því að greinargerð um störf hennar sem félagsráðgjafa í Glerárskóla verði lögð fyrir skólanefnd. Greinargerðin fjallar um störf hennar sem félagsráðgjafa í Glerárskóla og sýn hennar á mikilvægi þess að veita þessa þjónustu. Greinargerðin er send í fullu samráði við og með stuðningi stjórnenda í Glerárskóla enda sjá þau einnig þörfina fyrir starf félagsráðgjafa.

Skólanefnd vísar erindinu til skoðunar á sérfræðiþjónustu við skólana sem til stendur að fara í eftir áramót.