Verslunarmannahelgin - Ein með öllu 2010

Málsnúmer 2010070090

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3232. fundur - 22.07.2010

Erindi dags. 19. júlí 2010 frá Vinum Akureyrar þar sem þeir óska eftir að opnunartími skemmtistaða verði lengdur um verslunarmannahelgina 2010. Einnig óska þeir eftir að fá leyfi til að efna til unglingaskemmtana í KA-heimilinu á laugardags- og sunnudagskvöldi þessa sömu helgi frá kl. 23:00 til 03:00 bæði kvöldin.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður mætti á fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð bendir á að í gildandi lögreglusamþykkt fyrir Akureyri er lengri opnunartími veitingahúsa heimilaður um verslunarmannahelgi og telur ekki rök fyrir að auka hann enn frekar. Bæjarráð veitir leyfi til að efna til áfengislausra unglingaskemmtana fyrir 16 ára og eldri á laugardags- og sunnudagskvöldi frá kl. 23:00 til 03:00 bæði kvöldin. Gert er ráð fyrir því að boðið verði upp á strætisvagnaferðir heim strax að unglingaskemmtunum loknum líkt og verið hefur

Bæjarráð - 3232. fundur - 22.07.2010

Erindi dags. 19. júlí 2010 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar á umsókn dags. 19. júlí 2010 frá Kristófer Ívari Knutsen þar sem óskað er eftir leyfi til að halda ball fyrir 14 ára og eldri í austasta hluta Slökkvistöðvar Akureyrar.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og setur eftirfarandi skilyrði fyrir dansleiknum:

Dansleikurinn verði auglýstur fyrir aldurinn 14-16 ára.

Dansleikurinn verði auglýstur sem áfengis- og vímuefnalaus skemmtun.

Tveir fulltrúar Samtaka, Samtökum foreldrafélaga á Akureyri fái frían aðgang að dansleiknum til eftirlits.

Ströng dyravarðagæsla verði og auglýst að framvísa verði skilríkjum við innganginn.

Bæjarritara falið að ganga frá leigugjaldi og hugsanlegum strætisvagnaferðum.

Bæjarráð - 3233. fundur - 29.07.2010

Erindi móttekið 29. júlí 2010 frá Davíð Má Sigurðssyni markaðs- og sölustjóra Domino´s Pizza þar sem óskað er eftir að fá að vera með söluvagn á Akureyri um verslunarmannahelgina.

Bæjarráð bendir á að Vinir Akureyrar hafa úthlutunarrétt á sölusvæðum í miðbænum um verslunarmannahelgina, en vísar umsókninni að öðru leyti til skipulagsfulltrúa.