Háskólinn á Akureyri - samdráttur í starfsemi skólans

Málsnúmer 2010070085

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3232. fundur - 22.07.2010

Með tölvupósti dags. 19. júlí 2010 óskar Edward H. Huijbens eftir að fá að kynna bréf Stefáns B. Sigurðssonar rektors Háskólans á Akureyri til starfsmanna skólans er varðar fyrirhugaðan niðurskurð í starfsemi skólans á árinu 2011.

Edward H. Huijbens lagði fram tillögu að bókun svohljóðandi:

"Bæjarráð Akureyrar harmar niðurskurð á opinberum framlögum til Háskólans á Akureyri árið 2010 og lýsir yfir þungum áhyggjum af væntanlegum viðbótarniðurskurði árið 2011.

Akureyri er og hefur í gegnum tíðina verið skólabær og Háskólinn á Akureyri hefur síðustu 20 árin leitt uppbyggingu háskólastarfs á landsbyggðinni. Mjög nauðsynlegt er að háskólar fái að starfa utan höfuðborgarsvæðisins. Beinir bæjarráð því til ríkisstjórnar og ráðherra menntamála að standa vörð um rekstur og uppbyggingu háskólastarfs á Akureyri. "

Bæjarráð samþykkir bókunartillöguna.