Gleráreyrar 2 - dagsektir

Málsnúmer 2010070049

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3234. fundur - 12.08.2010

10. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. júlí 2010:
Lagt var fram bréf frá skipulagsstjóra, dags. 19. júlí 2010 ásamt afriti af bréfum skipulagsstjóra til Landfesta ehf., eiganda Gleráreyra 2. Í bréfinu er gerð tillaga um tímafrest og beitingu dagsekta til þess að knýja fram að eigandi ráði byggingarstjóra, skrái meistara og skili hönnunargögnum til skipulagsdeildar Akureyrarbæjar. Andmælafrestur er liðinn án þess að málsaðili hafi kosið að tjá sig um málið.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsstjóra og m.v.t. 1. mgr. 57 gr. skipulags- og byggingarlaga leggur nefndin til við bæjarráð að tillagan verði samþykkt og frestur til úrbóta verði til 30. ágúst 2010.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar og að frestur til úrbóta verði til 30. ágúst 2010.