Yfirvinna starfsmanna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2010030034

Vakta málsnúmer

Kjarasamninganefnd - 9. fundur - 23.11.2010

Umfjöllun um yfirvinnu hjá stofnunum Akureyrarbæjar.

Kjarasamninganefnd - 1. fundur - 04.02.2011

Umfjöllun um yfirvinnu hjá stofnunum íþróttadeildar.

Umfjöllun frestað til næsta fundar kjarasamninganefndar.

Kjarasamninganefnd - 2. fundur - 18.03.2011

Umfjöllun um þróun yfirvinnu hjá stofnunum íþróttadeildar síðustu ár.
Á fund nefndarinnar mættu Nói Björnsson formaður íþróttaráðs og Kristinn H. Svanbergsson íþróttafulltrúi.

Kjarasamninganefnd þakkar formanni íþróttaráðs og íþróttafulltrúa fyrir yfirferðina og góðar umræður. Nefndin áréttar mikilvægi þess að stofnanir Akureyrarbæjar sýni aðhald hvað yfirvinnu varðar og felur íþróttafulltrúa að vinna tillögur er varða einstaka stofnanir.

Kjarasamninganefnd - 5. fundur - 26.10.2011

Á fundi kjarasamninganefndar 18. mars sl. var umfjöllun um þróun yfirvinnu hjá stofnunum íþróttadeildar og var niðurstaða fundarins að fela íþróttafulltrúa að vinna tillögur varðandi einstaka stofnanir. Á fund kjarasamninganefndar mættu Nói Björnsson formaður íþróttaráðs, Kristinn H. Svanbergsson íþróttafulltrúi, Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli og Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri skóladeildar og íþróttadeildar og kynntu aðgerðir til að draga úr yfirvinnu í Hlíðarfjalli veturinn 2011-2012.

Kjarasamninganefnd þakkar kynninguna.