Daglegur skólatími leikskóla

Málsnúmer 2009040028

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 15. fundur - 23.08.2010

Fyrir fundinn voru lögð gögn sem lágu til grundvallar ákvörðun um að stytta daglegan skólatíma leikskóla árið 2009 úr 9,5 tímum í 8,5 tíma. Umræður voru á fundinum um hvernig hefði til tekist og athugasemdir sem gerðar hafa verið við þetta fyrirkomulag við nefndarmenn.

Skólanefnd óskar eftir því við leikskólastjóra og starfsmenn leikskóla að þeir hlusti eftir röddum foreldra og komi á framfæri við skólanefnd.

Skólanefnd - 17. fundur - 29.10.2012

3. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 11. október 2012, sem bæjarráð 18. október sl. vísaði til skólanefndar:
Elsa Pétursdóttir mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Erindi hennar varðar opnunartíma leikskóla.

Skólanefnd er sammála um að með samþykkt nefndarinnar frá 11. apríl 2012 þá sé það í ákvörðunarvaldi hvers leikskólastjóra hvort opnunartími verði lengdur.

Sjá nánar skýrslu stýrihóps á heimasíðu skóladeilda: http://www.akureyri.is/static/files/skoladeild/stjornkerfi/skyrslur/Styrihopur_minnisblad_loka_mars_2012.pdf