Atvinnulausir og sundstaðir

Málsnúmer 2009010201

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 79. fundur - 14.10.2010

Lögð fram fyrirspurn frá Soffíu Gísladóttur forstöðumanni skrifstofu Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra þess efnis hvort Akureyrarbær hyggist áfram veita atvinnuleitendum frían aðgang að Sundlaugum Akureyrarbæjar. Einnig lagt fram minnisblað frá Elínu H. Gísladóttur forstöðumanni Sundlaugar Akureyrar þar sem farið er yfir heimsóknir atvinnuleitenda veturinn 2009 til 2010.

Íþróttaráð samþykkir að halda áfram með verkefnið á komandi vetri og veitir því Akureyringum sem skráðir eru að fullu sem atvinnuleitendur, frían aðgang í sundlaugar Akureyrarbæjar. Tilboð þetta gildir alla virka daga tímabilið 1. nóvember 2010 til 15. maí 2011.

Íþróttaráð - 96. fundur - 15.09.2011

Lögð fram fyrirspurn frá Soffíu Gísladóttur forstöðumanni skrifstofu Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra þess efnis hvort Akureyrarbær hyggist áfram veita atvinnuleitendum frían aðgang að Sundlaugum Akureyrarbæjar. Einnig lagt fram minnisblað frá Elínu H. Gísladóttur forstöðumanni Sundlaugar Akureyrar þar sem farið er yfir heimsóknir atvinnuleitenda veturinn 2010 til 2011.

Íþróttaráð samþykkir að halda áfram með verkefnið á komandi vetri og veitir því Akureyringum sem skráðir eru að fullu sem atvinnuleitendur, frían aðgang í sundlaugar Akureyrarbæjar. Tilboð þetta gildir alla virka daga tímabilið 1. október 2011 til 15. maí 2012.