Reglur um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki

Málsnúmer 2003010019

Vakta málsnúmer

Atvinnumálanefnd - 4. fundur - 20.05.2015

Farið var yfir reglur um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki sem hafa verið í gildi hjá Akureyrarkaupstað frá árinu 2003, þá var sömuleiðis farið yfir þau fyrirtæki sem hafa fengið stuðning.
Atvinnufulltrúa falið að afla upplýsinga í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir síðar.

Atvinnumálanefnd - 20. fundur - 06.04.2016

Farið var yfir reglur um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki, sem hafa verið í gildi hjá sveitarfélaginu frá árinu 2003.
Verkefnastjóra atvinnumála falið að taka saman greinargerð um gagnsemi stuðningsins, sem og samanburð við önnur sveitarfélög bæði innanlands og erlendis. Greinargerðinni verður skilað í maí nk.

Atvinnumálanefnd - 22. fundur - 25.05.2016

Lagt fram minnisblað frá verkefnastjóra atvinnumála dagsett 25. maí 2016 varðandi reglur um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki.
Atvinnumálanefnd frestar erindinu til þarnæsta fundar.

Atvinnumálanefnd - 23. fundur - 15.06.2016

Lögð var fram til umræðu samantekt verkefnastjóra atvinnumála um leiðir sem hafa verið farnar erlendis varðandi stuðning við frumkvöðlastarfsemi og smærri fyrirtæki.