Kjarasamninganefnd

5. fundur 25. nóvember 2013 kl. 15:15 - 16:30 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Hjalti Ómar Ágústsson
  • Hallgrímur Guðmundsson
Starfsmenn
  • Halla Margrét Tryggvadóttir fundarritari
Dagskrá

1.TV einingar - reglur 2013

Málsnúmer 2013110119Vakta málsnúmer

Tveir fulltrúar úr matshópi um úthlutun TV eininga vegna verkefna- og hæfni mættu á fund nefndarinnar og kynntu tilögur að breytingum á úthlutunarreglum, umsóknar- og umsagnarformi. Í matshópnum eru Katrín Björg Ríkharðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar og Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður sem sátu fund nefndarinnar, en einnig er í hópnum Ögmundur Knútsson forseti viðskipta- og raunvísindasviðs Háskólans á Akureyri.

Samþykkt að vinna að endurskoðun á reglum um úthlutun TV eininga í samræmi við umræður á fundinum.

2.TV einingar - úthlutun haustið 2013

Málsnúmer 2013100205Vakta málsnúmer

Matshópur um úthlutun TV eininga vegna verkefna og hæfni kynnti tillögu að síðari úthlutun ársins 2013.

Kjarasamninganefnd samþykkir tillögu matshópsins um úthlutun TV eininga vegna verkefna og hæfni til fimm umsækjenda.

3.TV einingar - umsóknir v/markaðs- og samkeppnisaðstæðna

Málsnúmer 2013100256Vakta málsnúmer

Kynntar til umfjöllunar og afgreiðslu, umsóknir um TV einingar vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna frá hjúkrunarfræðingum á Heilsugæslustöðinni á Akureyri.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 16:30.