TV einingar - umsóknir v/markaðs- og samkeppnisaðstæðna

Málsnúmer 2013100256

Vakta málsnúmer

Kjarasamninganefnd - 5. fundur - 25.11.2013

Kynntar til umfjöllunar og afgreiðslu, umsóknir um TV einingar vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna frá hjúkrunarfræðingum á Heilsugæslustöðinni á Akureyri.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Kjarasamninganefnd - 1. fundur - 14.02.2014

Tekið fyrir að nýju erindi sem frestað var á fundi kjarasamninganefndar 25. nóvember 2013:
Kynntar til umfjöllunar og afgreiðslu, umsóknir um TV einingar vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna frá hjúkrunarfræðingum á Heilsugæslustöðinni á Akureyri.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Afgreiðslu frestað þar sem ekki liggur fyrir niðurstaða í viðræðum Akureyrarbæjar og Sjúkratrygginga Íslands um rekstur Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri.

Kjarasamninganefnd - 4. fundur - 26.08.2014

Tekið fyrir að nýju erindi sem bárust í október 2013 vegna umsókna um TV einingar vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna frá hjúkrunarfræðingum á Heilsugæslustöðinni á Akureyri. Afgreiðslu erinda þeirra var frestað á fundi kjarasamninganefndar 14. febrúar sl. þar sem ekki lá fyrir niðurstaða í viðræðum Akureyrarbæjar og Sjúkratrygginga Íslands um rekstur Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri.
Karl Guðmundsson framkvæmdastjóri HAK sat fundinn undir þessum lið.

Kjarasamninganefnd getur ekki orðið við erindinu óbreyttu en samþykkir úthlutun einnar TV einingar á mánuði m.v. 100% stöðugildi frá 1. október 2013 - 31. mars 2014. Rétt er að taka fram að nýr kjarasamningur SNS og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga tók gildi 1. apríl 2014.