TV einingar - reglur 2013

Málsnúmer 2013110119

Vakta málsnúmer

Kjarasamninganefnd - 5. fundur - 25.11.2013

Tveir fulltrúar úr matshópi um úthlutun TV eininga vegna verkefna- og hæfni mættu á fund nefndarinnar og kynntu tilögur að breytingum á úthlutunarreglum, umsóknar- og umsagnarformi. Í matshópnum eru Katrín Björg Ríkharðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar og Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður sem sátu fund nefndarinnar, en einnig er í hópnum Ögmundur Knútsson forseti viðskipta- og raunvísindasviðs Háskólans á Akureyri.

Samþykkt að vinna að endurskoðun á reglum um úthlutun TV eininga í samræmi við umræður á fundinum.

Kjarasamninganefnd - 1. fundur - 14.02.2014

Tekið fyrir að nýju. Á fundi kjarasamninganefndar 25. nóvember 2013 var bókað svohljóðandi:
Tveir fulltrúar úr matshópi um úthlutun TV eininga vegna verkefna- og hæfni mættu á fund nefndarinnar og kynntu tillögur að breytingum á úthlutunarreglum, umsóknar- og umsagnarformi. Í matshópnum eru Katrín Björg Ríkharðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar og Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður sem sátu fund nefndarinnar, en einnig er í hópnum Ögmundur Knútsson forseti viðskipta- og raunvísindasviðs Háskólans á Akureyri.
Samþykkt að vinna að endurskoðun á reglum um úthlutun TV eininga í samræmi við umræður á fundinum.
Katrín Björg Ríkharðsdóttir mætti á fund kjarasamninganefndar og kynnti tillögur matshópsins að breytingum á reglum um úthlutun, umsóknarformi og umsagnarformi.

Kjarasamninganefnd þakkar matshópnum fyrir vel unnin störf og samþykkir fyrirliggjandi tillögur að breytingum.