Frístundaráð

34. fundur 15. ágúst 2018 kl. 12:00 - 15:00 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hildur Betty Kristjánsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og varamaður hennar boðuðu forföll.
Eftirtaldir varamenn sátu fundinn undir fyrsta dagskrárlið: Haraldur Þór Egilsson, Elías Gunnar Þorbjörnsson og Stefán Örn Steinþórsson.

1.Frístundaráð - samráðsfundur með forstöðumönnum

Málsnúmer 2018080087Vakta málsnúmer

Deildarstjórar, Alfa Aradóttir og Ellert Örn Erlingsson og forstöðumenn, Bergljót Jónasdóttir, Aðalsteinn Sigurgeirsson og Elín H. Gísladóttir, fóru yfir helstu atriði í starfsemi forvarna- og frístundadeildar og íþróttadeildar. Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður mætti á fundinn kl. 13:00 og fór yfir siðareglur og reglur um ábyrgðarmörk kjörinna fulltrúa.
Frístundaráð þakkar fyrir greinargóðar kynningar.

2.Myndlistaskólinn á Akureyri - skipan í starfshóp

Málsnúmer 2018070485Vakta málsnúmer

Bæjarráð hefur óskað eftir að frístundaráð skipi fulltrúa í starfshóp um aðkomu Akureyrarbæjar að listnámi í bænum. Tilefnið er m.a. að samningur bæjarins við Myndlistaskólann um stuðning við starfsemina rennur út í lok skólaárs 2018-2019.
Frístundaráð samþykkir að skipa Hildi Betty Kristjánsdóttur sem fulltrúa frístundaráðs í starfshópinn.

3.Frístundaráð - rekstaryfirlit 2018

Málsnúmer 2018080089Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir málaflokka frístundaráðs fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2018.

Fundi slitið - kl. 15:00.