Fræðsluráð

55. fundur 06. september 2021 kl. 13:30 - 15:15 Fjarfundur
Nefndarmenn
 • Þorlákur Axel Jónsson varaformaður
 • Siguróli Magni Sigurðsson
 • Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir
 • Rósa Njálsdóttir
 • Þórhallur Harðarson
 • Þuríður Sólveig Árnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
 • Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar
 • Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi skólastjóra
 • Erla Rán Kjartansdóttir varamaður grunnskólakennara
 • Hildigunnur Rut Jónsdóttir varamaður foreldra leikskólabarna
 • Jóhann Gunnarsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna
 • Rakel Alda Steinsdóttir fulltrúi ungmennaráðs
 • Snjólaug Jónína Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra
 • Therése Möller fulltrúi leikskólakennara
 • Erna Rós Ingvarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá
Siguróli Magni Sigurðsson B-lista mætti í forföllum Ingibjargar Ólafar Isaksen.

1.Fjölgun sjálfstætt starfandi leikskóla

Málsnúmer 2021080071Vakta málsnúmer

Þórhallur Harðarson D-lista óskaði eftir umræðu um fjölgun sjálfstætt starfandi leikskóla.
Þorlákur Axel Jónsson S-lista, Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir L-lista og Þuríður Sólveig Árnadóttir V-lista bóka:

Leikskólar Akureyrar eru reknir af fagmennsku og metnaði. Starfið er kraftmikið og fjölbreytt. Unnið er að enn frekari eflingu þess með innleiðingu nýrrar menntastefnu Akureyrar. Einkavæðingu fylgir flóknari stjórnsýsla og hætta á félagslegri aðgreiningu. Við höfnum öllum hugmyndum um einkavæðingu leikskóla á Akureyri.


Þórhallur Harðarson D-lista og Siguróli Magni Sigurðsson B-lista bóka:

Það gæti orðið hætta á stöðnun í framþróun ef nýjar hugmyndir eru slegnar út af borðinu eins og í umræðu um fjölgun sjálfstætt starfandi leikskóla. Með fjölbreyttu rekstrarformi, ólíkum hugmyndum og hugsjónum opnast á mörg tækifæri sem fá þá að njóta sín. Mat okkar er að skoða ætti fjölbreyttari rekstrarform og nýta nýjar hugmyndir í leikskólamálum með því að skoða gögn, kynna sér reynslu annarra og rýna í rannsóknir. Leikskólastarfið á Akureyri er mjög gott en lengi má gott bæta með hag barnanna í forgrunni, sem og hagstæðari rekstur bæjarins. Það má þó aldrei verða til þess að auka ójöfnuð eða stuðla að félagslegri aðgreiningu.

2.Mötuneyti leik- og grunnskóla

Málsnúmer 2019020409Vakta málsnúmer

Erna Rós Ingvarsdóttir verkefnastjóri leikskóla fylgdi tillögum úr hlaði að breyttu fyrirkomulagi í mötuneytum leik- og grunnskóla.
Fræðsluráð samþykkti breytt fyrirkomulag.

5.Starfsáætlun fræðslusviðs 2022-2025

Málsnúmer 2021081349Vakta málsnúmer

Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs og Árni K. Bjarnason forstöðumaður rekstrar lögðu fram til kynningar drög að starfsáætlun fræðslusviðs 2022-2025 og stöðu fjárhagsáætlunargerðar.
Elías Gunnar Þorbjörnsson vék af fundi kl. 15:00.

Fundi slitið - kl. 15:15.