Fræðslunefnd

1. fundur 08. september 2014 kl. 13:00 - 13:55 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir formaður
  • Halldór Sigurður Guðmundsson
  • Karólína Gunnarsdóttir
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir
  • Óskar Gísli Sveinsson
Starfsmenn
  • Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri
  • Ingunn Helga Bjarnadóttir fundarritari
Dagskrá

1.Námsstyrkjasjóður sérmenntaðra starfsmanna - staða sjóðsins

Málsnúmer 2012090152Vakta málsnúmer

Um áramótin 2008-2009 var ákveðið að gera tímabundið hlé á fjárveitingu í Námsstyrkjasjóð sérmenntaðra starfsmanna. Fræðslunefnd hefur frá árinu 2010 óskað eftir að aftur verði veitt fjármagni í sjóðinn sbr. bréf dagsett 6. desember 2010.

Á fundi kjarasamninganefndar 26. september 2011 ákvað nefndin að framlengja hléið um eitt ár með svofelldri bókun:
Formaður kjarasamninganefndar hefur farið yfir tilurð sjóðsins ásamt meirihluta bæjarráðs og ákvörðun verið tekin um að ekki verði sett fjármagn til Námsstyrkjasjóðs sérmenntaðra starfsmanna á árinu 2012, þar sem sá sjóður er ekki bundinn kjarasamningum. Þar með er ljóst að það tímabundna hlé sem gert var á greiðslum til sjóðsins hefur verið lengt um eitt ár.

Á fundi fræðslunefndar 17. september 2012 bókaði nefndin eftirfarandi:
Með vísan til framangreindrar bókunar kjarasamninganefndar óskar fræðslunefnd eftir upplýsingum um fjárveitingar til sjóðsins og skorar á bæjarráð að fella úr gildi tímabundið hlé sem hefur verið gert á greiðslum til sjóðsins frá árinu 2009.

Á fundi fræðslunefndar 22. maí 2013 var erindið ítrekað og skorað á bæjarráð að veita að nýju fjármagni til Námsstyrkjasjóðs sérmenntaðra starfsmanna frá hausti 2013. Ekki var veitt fjármagn til sjóðsins í fjárhagsáætlun ársins 2014.

Í Samþykkt um styrki til námsleyfa sérmenntaðra starfsmanna Akureyrarbæjar segir í 1. gr.: Bæjarstjórn Akureyrar vill með samþykkt þessari stuðla að því að efla menntun og þekkingu sérmenntaðra starfsmanna sinna ....

Fræðslunefnd ítrekar erindi sitt og skorar á bæjarráð að veita að nýju fjármagni til Námsstyrkjasjóðs sérmenntaðra starfsmanna í fjárhagsáætlun fyrir árið 2015.

2.Námsstyrkjasjóður embættismanna - staða haust 2014

Málsnúmer 2014090039Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu Námsstyrkjasjóðs embættismanna haustið 2014.

3.Námsstyrkjasjóður embættismanna - auglýsing haust 2014

Málsnúmer 2014090038Vakta málsnúmer

Umræða um hvort og þá hvenær eigi að auglýsa eftir umsóknum í Námsstyrkjasjóð embættismanna haustið 2014.

Fræðslunefnd samþykkir að auglýsa næst eftir umsóknum í Námsstyrkjasjóð embættismanna í október 2014 fyrir námsárið 2015-2016.

4.Stjórnenda- og starfsmannafræðsla

Málsnúmer 2013020005Vakta málsnúmer

Ingunn Helga Bjarnadóttir verkefnastjóri starfsþróunar kynnti fræðslu haustsins.

Fræðslunefnd þakkar fyrir kynninguna.

Fundi slitið - kl. 13:55.