Bæjarstjórn

3288. fundur 29. júní 2010 kl. 16:00 - 16:28 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Sigmar Arnarsson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Ólafur Jónsson
Starfsmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir 1. varaforseti
  • Hlín Bolladóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Inda Björk Gunnarsdóttir
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Hermann Jón Tómasson
  • Sigurður Guðmundsson
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar bauð forseti bæjarfulltrúana Andreu Sigrúnu Hjálmsdóttur, Sigmar Arnarsson og Silju Dögg Baldursdóttur velkomin á þeirra fyrsta fund í bæjarstjórn.

1.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra 302. fundar dags. 9. júní 2010 með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum. Skipulagsstjóri óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar á öllum liðum fundargerðarinnar.

Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 9. júní 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra 303. fundar dags. 23. júní 2010 með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 11 liðum. Skipulagsstjóri óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar á liðum 1., 2., 3., 4., 5., 6., 7., 9. og 10. Aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.

Bæjarstjórn staðfestir 1., 2., 3., 4., 5., 6., 7., 9. og 10. lið í fundargerð skipulagsstjóra dags. 23. júní 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Bæjarstjórnarfundir í júlí og ágúst 2010

Málsnúmer 2010060047Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga um bæjarstjórnarfundi í júlí og ágúst 2010:
Í samræmi við 7. og 47. grein samþykktar um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar samþykkir bæjarstjórn að í júlí og ágúst 2010 verði sumarleyfi bæjarstjórnar. Ekki verða haldnir fundir í bæjarstjórn í júlí og ágúst nema þörf krefji eða þriðjungur bæjarfulltrúa krefjist þess. Jafnramt er bæjarráði á þessum tíma heimiluð fullnaðarafgreiðsla þeirra mála sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu og lög mæla ekki gegn.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Gleráreyrar 1 - 10 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2010060101Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 23. júní 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóða við Gleráreyrar 1-10.
Breytingarnar felast í:
a) Breyttum skipulagsmörkum til samræmis við aðliggjandi deiliskipulög.
b) Hringtorg á Borgarbraut er sett inn á skipulag. Vegtengingar, gönguleiðir og aðkoma inn á Glerártorg breytast til samræmis.
c) Gatnamót frá Borgarbraut inná lóð Gleráreyra 10, færast um 50m til austurs.
d) Lóð Gleráreyra 3 stækkar um 335 fm. vegna breyttrar legu Borgarbrautar og gatnamóta.
e) Lóð Gleráreyra 10 stækkar um 639 fm af sömu ástæðu.
f) Lega bílastæða, aðkomur og göngustígar breytast lítillega til samræmis við núverandi aðstæður.
Tillagan er unnin af X2 hönnun - skipulagi ehf., dags. 18. júní 2010.
Skipulagsnefnd óskar eftir að gert verði ráð fyrir almennum göngustíg frá Byggðavegi að Gleráreyrum og verði það sem kvöð á lóðinni nr. 6-8 við Gleráreyrar og leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Miðbær suðurhluti - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2010050038Vakta málsnúmer

8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. maí 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram endurskoðaða tillögu að breytingu á deiliskipulagi syðsta hluta miðbæjarskipulagsins sem nú er í gildi vegna umsóknar KFC um lóð undir starfsemi fyrirtækisins. Tillagan er unnin af X2, hönnun og skipulagi ehf, dags. 21. maí 2010.
Skipulagsnefnd óskar eftir að nýtingarhlutfallið á nýju lóðunum verði 0,75 og leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 8 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur og Sigurðar Guðmundssonar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson sat hjá við afgreiðslu.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir lagði fram bókun svohljóðandi:

Vinstrihreyfingin grænt framboð leggst gegn því að innan um eina heillegustu röð gamalla húsa sem varðveist hafa á Akureyri verði byggður skyndibitastaður með bílalúgu á lóð númer 78 við Hafnarstræti. Einnig leggst framboðið gegn byggingu afgreiðslustöðvar fyrir eldsneyti á lóð númer 80. Vinstrihreyfingin grænt framboð leggur á það mikla áherslu að útlit nýrra bygginga á umræddum lóðum samræmist þeirri götumynd sem fyrir er.

Fundi slitið.

Fundi slitið - kl. 16:28.