Gleráreyrar 1 - 10 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2010060101

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3288. fundur - 29.06.2010

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 23. júní 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóða við Gleráreyrar 1-10.
Breytingarnar felast í:
a) Breyttum skipulagsmörkum til samræmis við aðliggjandi deiliskipulög.
b) Hringtorg á Borgarbraut er sett inn á skipulag. Vegtengingar, gönguleiðir og aðkoma inn á Glerártorg breytast til samræmis.
c) Gatnamót frá Borgarbraut inná lóð Gleráreyra 10, færast um 50m til austurs.
d) Lóð Gleráreyra 3 stækkar um 335 fm. vegna breyttrar legu Borgarbrautar og gatnamóta.
e) Lóð Gleráreyra 10 stækkar um 639 fm af sömu ástæðu.
f) Lega bílastæða, aðkomur og göngustígar breytast lítillega til samræmis við núverandi aðstæður.
Tillagan er unnin af X2 hönnun - skipulagi ehf., dags. 18. júní 2010.
Skipulagsnefnd óskar eftir að gert verði ráð fyrir almennum göngustíg frá Byggðavegi að Gleráreyrum og verði það sem kvöð á lóðinni nr. 6-8 við Gleráreyrar og leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3289. fundur - 07.09.2010

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. ágúst 2010:
Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 7. júlí til 18. ágúst 2010 í Lögbirtingarblaðinu og Dagskránni.
2 athugasemdir bárust.
1) Jóhannes Árnason, Stóragerði 12, dags. 19. júlí 2010.
a) Gerir athugasemd við að ekki er sýndur göngustígur frá bílastæði að gatnamótum Byggðavegar og Þórunnarstrætis. Stígar þurfa að vera aðgengilegir fyrir barnavagna og reiðhjól, þ.e. tröppulausir.
b) Óskar eftir að sýnd verði gönguleið norðan húsa Glerártorgs, þannig að gönguleið verði frá vestasta inngangi Glerártorgs, vestur og norður fyrir húsin að Borgarbraut.
c) Óskað er eftir að merktar verði gönguleiðir yfir götuna Gleráreyrar.
2) Framkvæmdadeild, dags. 18. ágúst 2010.
a) Skilgreina þarf kvöð um að Akureyrarbæ sé heimilt að tengja regnvatnskerfi götunnar Gleráreyrar inn í regnvatnskerfi lóðarinnar nr. 1 á Gleráreyrum.
b) Skilgreina þarf kvöð um stofnlögn fráveitu sem liggur í gegnum lóð nr. 1 á Gleráreyrum.
c) Ný tillaga að göngustíg frá Byggðavegi, niður að Gleráreyrum. Sá sem er sýndur á skipulaginu er mjög kostnaðarsamur (sprengja klöppina niður) auk þess sem hann rýrir notkunarmöguleika lóðarinnar nr. 6-8 að Gleráreyrum. Nýja tillagan sýnir stíg sem er mun hagkvæmari en brattari, en fólk hefur alltaf þann möguleika að fara niður með Þórunnarstrætinu. Hann er teiknaður upp eftir eldri leið þó er hann aðeins lengdur sem dregur úr hallanum á núverandi stíg.
Umsögn barst frá Fornleifavernd ríkisins, dags. 22. júlí 2010. Engin athugasemd er gerð.
Skipulagsnefnd tekur tillit til athugasemda 1b og c og 2a og b og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.