Bæjarráð

3474. fundur 08. október 2015 kl. 08:30 - 11:25 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Margrét Kristín Helgadóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2016-2019

Málsnúmer 2015040196Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Einnig sátu bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir D-lista og Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2015

Málsnúmer 2015040016Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til ágúst 2015.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - fundargerðir 2015

Málsnúmer 2015010101Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir 84., 85. aðalfundar, 86. og 87. fundar hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dagsettar 7. og 15. apríl, 5. maí og 8. september 2015. Fundargerðirnar má finna á netslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/holta-og-hlidahverfi/fundargerdir-2014-2015
Fundargerðir 84., 85. og 86. fundar eru lagðar fram til kynningar í bæjarráði auk 1., 2., 4. og 6. liðar í fundargerð 87. fundar.
Bæjarráð vísar 3. lið í fundargerð 87. fundar til framkvæmdadeildar og 5. lið til Fasteigna Akureyrarbæjar.
Matthías Rögnvaldsson L-lista vék af fundi kl. 10:43.

Fundi slitið - kl. 11:25.