Atvinnumálanefnd

19. fundur 16. mars 2016 kl. 16:00 - 18:15 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson formaður
  • Erla Björg Guðmundsdóttir
  • Jóhann Jónsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
  • Albertína Friðbjörg Elíasdóttir verkefnastjóri atvinnumála ritaði fundargerð
Dagskrá
Þórhallur Jónsson D-lista mætti í forföllum Elíasar Gunnars Þorbjörnssonar.
Margrét Kristín Helgadóttir áheyrnarfulltrúi Æ-lista boðaði forföll sín og varamanns.

1.Fundir atvinnumálanefndar og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar

Málsnúmer 2016030080Vakta málsnúmer

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar mætti til fundar við nefndina undir þessum lið og kynnti helstu verkefni Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um þessar mundir.
Atvinnumálanefnd þakkar Þorvaldi Lúðvík fyrir góða kynningu.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista vék af fundi kl. 16:50.

2.Kynjuð fjárhagsáætlanagerð

Málsnúmer 2011030090Vakta málsnúmer

Katrín Björg Ríkharðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra mætti til fundar við nefndina undir þessum lið og kynnti gátlista sem tengjast verkefninu.
Atvinnumálanefnd þakkar Katrínu Björgu fyrir góða kynningu.

3.Ferðamálastefna

Málsnúmer 2014110220Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri atvinnumála kynnti drög að ferðamálastefnu Akureyrarbæjar 2016-2026.
Atvinnumálanefnd lýsir yfir ánægju með þá vinnu sem lögð hefur verið fram og ítrekar mikilvægi þess að vera með stefnu í þessum málaflokki og fylgja henni eftir, sem og í öðrum þeim málaflokkum sem sveitarfélagið kemur að.
Erla Björg Guðmundsdóttir B-lista vék af fundi kl. 18:00.

Fundi slitið - kl. 18:15.