Lögbergsgata 7 - umsókn um leyfi fyrir breytingum á sólstofu

Málsnúmer 2011110105

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 374. fundur - 23.11.2011

Erindi dagsett 17. nóvember 2011 þar sem Guðmundur Víðir Gunnlaugsson og Margrét Þorsteinsdóttir leggja inn fyrirspurn um hvort leyfi fáist fyrir breytingu á notkun sólstofu að Lögbergsgötu 7 í íbúðarými.

Skipulagsstjóri getur ekki orðið við ósk um breytta notkun á sólstofunni í íbúarrými þar sem um samþykkta frístundaaðstöðu er að ræða.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 402. fundur - 20.06.2012

Erindi dagsett 18. júní 2012 þar sem Ívar Ragnarsson f.h. Guðmundar Víðis Gunnlaugssonar leggur inn reyndarteikningar af ytra og innra útliti sólskála að Lögbergsgötu 7.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 424. fundur - 06.12.2012

Erindi dagsett 17. nóvember 2011 þar sem Guðmundur Víðir Gunnlaugsson og Margrét Þorsteinsdóttir óska eftir byggingarleyfi til breytinga á þaki og innréttinu á sólstofu við hús þeirra að Lögbergsgötu 7. Innkomnar nýjar teikningar 26. nóvember 2012.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.