Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

368. fundur 12. október 2011 kl. 13:00 - 14:05 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Brekkugata 43 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2011050137Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. maí 2011 þar sem Ingunn Helga Bjarnadóttir og Tomas Barry sækja um breytingar á húsi sínu að Brekkugötu 43, einnig er sótt um leyfi fyrir útigeymslu. Innkomnar nýjar teikningar, gátlisti og skriflegt samþykki nágranna 6. október 2011.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

2.Hólabraut 16 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2011080007Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. ágúst 2011 þar sem Jónas V. Karlesson f.h. Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, kt. 410169-4369, sækir um byggingarleyfi vegna viðbyggingingar við Hólabraut 16 samkvæmt teikningum Karls-Erics Rocksen, sem áður hafa verið lagðar fram. Innkomnar nýjar teikningar 5. október 2011.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur borist kæra vegna deiliskipulagsbreytingar fyrir Hólabraut-Laxagötu. Úrskurður nefndarinnar kann að hafa áhrif á gildi byggingarleyfis, það fellt úr gildi eða framkvæmdir stöðvaðar á meðan málsmeðferð úrskurðarnefndar stendur yfir. Uppfylli umsækjandi öll sett skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis verða framkvæmdir heimilaðar með fyrirvara um ofangreint og á ábyrgð ÁTVR. 

3.Krókeyrarnöf 20 - umsókn um breytingar

Málsnúmer BN070080Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. október 2011 þar sem Evert S. Magnússon og Hugrún Stefánsdóttir sækja um breytingar á áður samþykktum teikningum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

4.Munkaþverárstræti 33 - umsókn um sameiningu íbúða

Málsnúmer 2011100027Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. október 2011 þar sem Bjarni Reykjalín f.h. Menico ehf., kt. 510510-1270, sækir um leyfi til að sameina tvær íbúðir hússins Munkaþverárstræti 33 í eina. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Bjarna Reykjalín.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

5.Skipagata 14 - umsókn um byggingarstjóra

Málsnúmer 2011020103Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. október 2011 þar sem ÁK smíði ehf., kt. 450404-2840, sækir um að vera byggingarstjóri við breytingar á 3. hæð að Skipagötu 14. Umboð hefur Ármann Ketilsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

6.Sporatún 41-49 - byggingarleyfi

Málsnúmer BN060363Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. október 2011 þar sem Gísli Kristinsson f.h. Sævars Þ. Eysteinssonar og Þóris Rafns Hólgeirssonar, eigenda íbúða 45 og 47 í raðhúsi að Sporatúni 41-49, sækir um breytingar á áður samþykktum aðalteikningum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Kristinsson.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

7.Sporatún 41-49 - umsókn um byggingarstjóra

Málsnúmer BN060363Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. október 2011 þar sem Sigurgeir Svavarsson ehf., kt. 680303-3630, sækir um að vera byggingarstjóri við lokafrágang raðhúss nr. 41-49 við Sporatún. Umboð hefur Sigurgeir Svavarsson.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

8.Hrafnagilsstræti 28 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2011100030Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. október 2011 þar sem Jónína Auður Sigurðardóttir óskar eftir leyfi til að stækka bílastæði við hús sitt að Hrafnagilsstræti 28. Meðfylgjandi er afstöðumynd og nánari skýringar. Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda hússins.
Skipulagsstjóri samþykkir umbeðið bílastæði enda verði frágangur á lóðarmörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf. Jafnframt greiði umsækjandi kostnað við úrtak úr kantsteinum/gangstétt.

9.Sunnuhlíð 11 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2011090153Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. september 2011 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Halldórs Arnars Kristjánssonar og Sigurbjargar Óskar Jónsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Sunnuhlíð 11 þar sem á að vera inngangur og þvottaaðstaða á neðri hæð og glerskáli með verönd á efri hæð. Óskað er eftir leyfi til að hefja jarðvegsskipti sem fyrst. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 11. október 2011.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

10.Eyrarlandsvegur 30 - Lystigarður umsókn um byggingarleyfi fyrir veitingahús

Málsnúmer 2011090152Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. september 2011 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um byggingarleyfi fyrir veitingahúsi í Lystigaðinum að Eyrarlandsvegi 30. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 12. október 2011.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

11.Hamragerði 4 - frágangur gangstéttar og kantsteins

Málsnúmer 2011090148Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. júlí 2011, móttekið 30. september 2011 þar sem Ebba Ebenharðsdóttir sækir um breikkun á bílastæði upp í 7,20 metra og úrtak úr kantsteini við hús sitt að Hamragerði 4.
Skipulagsstjóri samþykkir umbeðna stækkun á bílastæði og 6 metra úrtak úr kantsteini. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf. Jafnframt greiði umsækjandi kostnað við úrtak úr kantsteinum/gangstétt.

Fundi slitið - kl. 14:05.