Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

349. fundur 25. maí 2011 kl. 13:00 - 14:20 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Kristján Þorsteinsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Duggufjara 2 - umsókn um leyfi fyrir útidyrum

Málsnúmer 2011050004Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. maí 2011 þar sem Bjarni Reykjalín f.h. Leifs K Þormóðssonar og Maríu Aðalsteinsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir útidyrum á húsi þeirra að Duggufjöru 2. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Bjarna Reykjalín.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

2.Lækjargata 22 b - umsókn um byggingarleyfi fyrir endurbótum

Málsnúmer 2011050112Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. maí 2011 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Sigríðar Maríu Egilsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir endurbótum á húsinu að Lækjargötu 22b. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

3.Norðurslóð 2 - D hús - umsókn um breytingar

Málsnúmer BN100212Vakta málsnúmer

Innkomnar nýjar raunteikningar af húsi D við Norðurslóð 2 eftir Vilhjálm Hjálmarsson, dagsettar 17. maí 2011.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

4.Sunnuhlíð 10 - umsókn um breytingar og útigeymslu

Málsnúmer 2011050095Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. maí 2011 þar sem Haraldur Árnason f.h. Garðars Ægissonar og Bryndísar Örnu Reynisdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir útigeymslu og skilar inn raunteikningum af áður gerðum breytingum. Meðfylgjndi eru teiknigar og gátlisti eftir Harald Árnason.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

5.Þingvallastræti 23 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer BN100241Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. maí 2011 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Þingvangs ehf., kt. 671106-0750, óskar eftir leyfi til að setja upp skilti og fjórar fánastangir. Einnig er óskað eftir leyfi til að setja upp gervihnattadiska á þakið á Þingvallastræti 23. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 18. og 19. maí 2011.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir leyfi fyrir gervihnattadiskum og fánastöngum en getur ekki fallist á staðsetningu á skilti samkvæmt grein 3.1.4. í reglugerð um skilti í lögsögu Akureyrar.

6.Hlíðarfjallsvegur - Glerá - umsókn um yfirferð á teikningum

Málsnúmer 2011030103Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. maí 2011 þar sem Hrafnkell Sigtryggsson óskar eftir leyfi fyrir breytingum á húsinu Glerá 2 - 146927 við Hlíðarfjallsveg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Friðrik Friðriksson.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

7.Urðargil 5 - umsókn um leyfi fyrir gervihnattadisk

Málsnúmer 2011050130Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. maí 2011 þar sem Karl Friðrik Jónsson sækir um leyfi til að setja upp gervihnattadisk á hús sitt að Urðargili 5. Meðfylgjandi er skriflegt samþykki annarra eigenda parhússins að Urðargili 5-7 og ljósmynd.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

8.Áshlíð 3 - umsókn um bílastæði og stoðvegg

Málsnúmer 2011050096Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. maí 2011 þar sem Bjarni Hafþór Helgason sækir um að stækka bílaplan við hús sitt að Áshlíð 3 og að byggja stoðveggi til að halda við jarðveg beggja vegna hússins. Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsstjóri samþykkir umbeðna stækkun á bílastæði í 6 metra. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf. Jafnframt greiði umsækjandi kostnað við úrtak úr kantsteinum/gangstétt.

Fundi slitið - kl. 14:20.