Hlíðarfjallsvegur - Glerá - umsókn um yfirferð á teikningum

Málsnúmer 2011030103

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 340. fundur - 16.03.2011

Erindi dagsett 11. mars 2011 þar sem Hrafnkell Sigtryggsson óskar eftir yfirferð á raunteikningum af Glerá 2 - 146927 við Hlíðarfjallsveg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Friðrik Friðriksson, dagsettar 8. mars 2011.

Skipulagsstjóri frestar erindinu og óskar eftir upplýsingum umsækjanda um hvort verið sé að sækja um breytingar á einbýlishúsi eða breytingar fyrir gistiheimili.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 342. fundur - 30.03.2011

Erindi dagsett 11. mars 2011 þar sem Hrafnkell Sigtryggsson óskar eftir breytingum á einbýlishúsinu að Glerá 2 - 146927 við Hlíðarfjallsveg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Friðrik Friðriksson.
Skipulagsstjóri hafnar erindinu þar sem herbergi í kjallara og ný herbergi á efri hæð standast ekki kröfur byggingarreglugerðar, sjá rökstuðning á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 349. fundur - 25.05.2011

Erindi dagsett 17. maí 2011 þar sem Hrafnkell Sigtryggsson óskar eftir leyfi fyrir breytingum á húsinu Glerá 2 - 146927 við Hlíðarfjallsveg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Friðrik Friðriksson.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 504. fundur - 14.08.2014

Erindi dagsett 20. júlí 2014 þar sem Hrafnkell Sigtryggsson sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Glerá 2. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Friðrik Friðriksson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 508. fundur - 11.09.2014

Erindi dags. 11. mars 2011 þar sem Hrafnkell Sigtryggsson óskar eftir yfirferð á raunteikningum af Glerá 2 - 146927 við Hlíðarfjallsveg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Friðrik Friðriksson.
Innkomnar teikningar 9. september 2014.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 530. fundur - 05.03.2015

Erindi dagsett 27. febrúar 2015 þar sem Friðrik Friðriksson f.h. Hrafnkels Sigryggsson sækir um breytingar á eldvarnarmerkingum í húsi nr. 2 við Glerá, landnr. 146927. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Friðrik Friðriksson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Ekki er um breytingu á útliti eða formi hússins að ræða.