Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

593. fundur 14. júlí 2016 kl. 13:00 - 13:50 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Hjarðarlundur 11 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2016070043Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 11. júlí 2016 þar sem Ingvi Óðinsson f.h. Gests Geirssonar sækir um leyfi fyrir gömlu bílastæði vestan við aðalinngang á lóðinni Hjarðarlundur 11, skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

2.Miðbær - nýting gangstétta- og göturýmis í göngugötu og á Ráðhústorgi 2016

Málsnúmer 2016060131Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. júlí 2016 þar sem Smári Sigurðsson f.h. Kaffi 600, kt. 491111-0460, sækir um leyfi til að nýta gangstétt og setja að hámarki 8 borð með stólum fyrir framan Ráðhústorg 9.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið en tilskylið er að uppröðun borða og stóla sé þannig að minnst eins meters gönguleið sé milli stóla og akbrautar.

3.Miðhúsabraut 1 - Skautahöll - byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breytingum

Málsnúmer 2015060060Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. júní 2016 þar sem Gísli Kristinsson f.h. Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir Miðhúsabraut 1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Kristinsson.
Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Þrumutún 8 - umsókn um sólskála

Málsnúmer 2016070044Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 12. júlí 2016 þar sem Stefanía Margrét Stefánsdóttir sækir um að byggja sólskála við hús sitt nr. 8 við Þrumutún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Staðgengill skipulagsstjóra vísar erindinu til skipulagsnefndar.

5.Davíðshagi 8 - framkvæmdafrestur

Málsnúmer 2015060048Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. júlí 2016 þar sem Jóhann Þórðarson f.h. Trétaks ehf., kt. 551087-1239, óskar eftir framkvæmdafresti á lóð nr. 8 við Davíðshaga til 1. júní 2017.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

6.Davíðshagi 10 - framkvæmdafrestur

Málsnúmer 2015060049Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. júlí 2016 þar sem Jóhann Þórðarson f.h. Trétaks ehf., kt. 551087-1239, óskar eftir framkvæmdafresti á lóð nr. 10 við Davíðshaga til 1. desember 2016.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

7.Sólvellir 1 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2016060092Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. júní 2016 þar sem Sigrún Þórólfsdóttir sækir um bílastæði á lóð nr. 1 við Sólvelli. Meðfylgjandi er mynd.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

8.Skólastígur 9 - byggingarleyfi fyrir nýrri svalahurð

Málsnúmer 2013090152Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. september 2013 þar sem Stefán Þór Ingvarsson sendir inn fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir nýrri svalahurð á húsi nr. 9 við Skólastíg. Meðfylgjandi er teikning eftir Þröst Sigurðsson. Innkomnar teikningar og samþykki meðeigenda 14. júlí 2016.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:50.