Miðbær - nýting gangstétta- og göturýmis í göngugötu og á Ráðhústorgi

Málsnúmer 2016060131

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 592. fundur - 07.07.2016

Erindi dagsett 15. júní 2016 frá Nonna Travel, kt. 440789-2269, óskar eftir að nýta gangstétt framan við Brekkugötu 5 og hafa 1 borð og tvo stóla, ásamt stæði fyrir tvö hjól til 30. september 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 592. fundur - 07.07.2016

Erindi dagsett 1. júlí 2016 þar sem Smári Sigurðsson f.h. Kaffi 600, kt. 491111-0460, sækir um leyfi til að nýta gangstétt og setja að hámarki 12 borð með stólum fyrir framan Ráðhústorg 9.
Skipulagsstjóri hafnar erindinu eins og það liggur fyrir, þar sem umbeðin fjöldi borða rúmast ekki fyrir á gangstéttinni framan hússins. Vísað er í samþykkt Akureyrarkaupstaðar um verklagsreglur vegna nýtingar gangstétta- og göturýmis í göngugötu og Ráðhústorgi.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 593. fundur - 14.07.2016

Erindi dagsett 12. júlí 2016 þar sem Smári Sigurðsson f.h. Kaffi 600, kt. 491111-0460, sækir um leyfi til að nýta gangstétt og setja að hámarki 8 borð með stólum fyrir framan Ráðhústorg 9.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið en tilskylið er að uppröðun borða og stóla sé þannig að minnst eins meters gönguleið sé milli stóla og akbrautar.