Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

960. fundur 27. mars 2024 kl. 13:00 - 13:30 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Rebekka Rut Þórhallsdóttir fundarritari
  • Hjálmar Andrés Jónsson verkefnastjóri byggingarmála
Fundargerð ritaði: Rebekka Rut Þórhallsdóttir fulltrúi skipulags- og byggingarmála
Dagskrá

1.Óseyri 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2024030752Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. mars 2024 þar sem Guðmundur Oddur Víðisson fyrir hönd Fagkaupa ehf., sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir atvinnuhúsnæði á lóð nr. 1 við Óseyri. Innkomin gögn eftir Guðmund Odd Víðisson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

2.Geislagata 9 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2024030882Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. mars 2024 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Akureyrarbæjar sækir um breytingar á áður samþykktum flóttastiga á húsi nr. 9 við Geislagötu. Innkomin gögn eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

3.Matthíasarhagi 8 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2024030720Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. mars 2024 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd T21 ehf. sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á 2 hæðum á lóð nr. 8 við Matthíasarhaga. Innkomin ný gögn 25. mars 2024 eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Hlíðarfjallsvegur 41 áhaldahús - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023040621Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. mars 2024 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir áhaldahús á lóð nr. 41 við Hlíðarfjallsveg. Innkomin gögn eftir Kára Magnússon.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Austurbrú 10-18 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021091104Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. mars 2024 þar sem Oddur Kristján Finnbjarnarson fyrir hönd Pollsins ehf., sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fjölbýlishúss á lóð nr. 10-18 við Austurbrú. Meðfylgjandi eru gögn eftir Odd Kristján Finnbjörnsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6.Búðartröð 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2024010446Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. janúar 2024 þar sem Rafael Cao Romero Millan fyrir hönd Sæluhúss Akureyrar ehf., sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir viðbyggingu við hús nr. 21 á lóð nr. 2 við Búðartröð. Innkomin ný gögn 22. mars 2024 eftir Rafael Cao Romero Millan.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:30.