Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

873. fundur 21. júlí 2022 kl. 13:00 - 13:45 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Katrín Rós Ívarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Steinmar H. Rögnvaldsson
Dagskrá

1.Dvergaholt 5-9 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022050528Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. maí 2022 þar sem Haraldur S. Árnason sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús á lóð nr. 5 við Dvergaholt. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

2.Gleráreyrar 1 (rými 49) - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022070294Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. júlí 2022 þar sem Svava Björk Bragadóttir f.h. Eik Fasteignafélags ehf., sækir um niðurrif í rými nr. 49 á Glerártorgi. Fyrirhugað er að fjarlægja hluta af millipalli og rúllustiga ásamt því að fjarlægja stiga sem gengur upp á millipall, veggi umhverfis stiga og fjarlægja rými sem áður var nýtt sem skrifstofa. Meðfylgjandi er uppdráttur eftir Svövu Björk Bragadóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Eyrarlandsvegur 31 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020060369Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. júlí 2022 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Þorsteins Más Baldvinssonar sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir einbýlishús á lóðinni nr. 31 við Eyrarlandsveg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:45.