Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

866. fundur 02. júní 2022 kl. 13:00 - 14:05 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Þórunn Vilmarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Þórunn Vilmarsdóttir
Dagskrá

1.Íþróttavöllur dæluskúr - umsókn um niðurrif

Málsnúmer 2022050884Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. maí 2022 þar sem Jón Hermann Hermannsson fyrir hönd Norðurorku sækir um leyfi fyrir niðurrifi dæluskúrs fastanúmer 2224630.
Byggingarfulltrúi samþykkir niðurrifið með þeim skilyrðum að öll ummerki byggingarinnar verði fjarlægð. Niðurrifið verður tilkynnt til Þjóðskrár Íslands eftir að úttekt byggingareftirlits hefur farið fram við verklok skv. 16. gr. mannvirkjalaga.

2.Dalsbraut 1 - umsókn um stöðuleyfi fyrir stúku

Málsnúmer 2022051611Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. maí 2022 þar sem Ragnar Bjarnason fyrir hönd Knattspyrnufélags Akureyrar sækir um byggingarleyfi fyrir bráðabirgðastúku sunnan við íþróttahús KA við Dalsbraut. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ragnar Bjarnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

3.Margrétarhagi 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022042900Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. apríl 2022 þar sem Anna Margrét Hauksdóttir fyrir hönd BF bygginga sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi á lóð nr. 1 við Margrétarhaga. Innkomnar nýjar teikningar 25. maí 2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Hofsbót 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022042331Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. apríl 2022 þar sem Ásgeir Ásgeirsson fyrir hönd Boxhus ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 2 við Hofsbót. Innkomnar nýjar teikningar 31. maí 2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:05.