Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

809. fundur 08. apríl 2021 kl. 13:00 - 13:35 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Eiðsvallagata 11 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og bílskýli

Málsnúmer 2020120032Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. desember 2020 þar sem Sigbjörn Kjartansson fyrir hönd Sigurgeirs Benjamínssonar sækir um byggingaleyfi fyrir viðbyggingu ofan á hús nr. 11 við Eiðsvallagötu ásamt bílskúr og bílskýli á lóð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sigbjörn Kjartansson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Sjafnarnes 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021011841Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. janúar 2021 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Skútabergs ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir skrifstofu- og þjónustuhúsi, mhl 04, á lóð nr. 2 við Sjafnarnes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

3.Dalsbraut, Lundarskóli, B-álma - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi

Málsnúmer 2021023260Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. febrúar 2021 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Akureyrarbæjar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi Lundarskóla við Dalsbraut. Fyrirhugað er að breyta innra skipulagi í B-álmu ásamt breytingum á gluggum og inngarði. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Strandgata 23 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021031818Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. mars 2021 þar sem Valbjörn Ægir Vilhjálmsson fyrir hönd Kristjáns Ingimarssonar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi nr. 23 við Strandgötu. Fyrirhugað er að breyta samkomusal á 2. hæð í íbúð. Meðfylgjandi eru uppdrættir eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

Fundi slitið - kl. 13:35.