Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

701. fundur 29. nóvember 2018 kl. 13:00 - 13:55 Fundarherbergi á 3. hæð Ráðhúss
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Ránargata 18 - stækkun bílastæðis og úrtaka úr kantsteini

Málsnúmer 2018100427Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. október 2018 þar sem Steinunn Benna Hreiðarsdóttir sækir um stækkun bílastæðis og úrtöku úr kansteini við hús nr. 18 við Ránargötu. Meðfylgjandi er skýringarmynd. Innkomið samþykki nágranna.
Byggingarfulltrúi samþykkir 6 metra breytt bílastæði með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

2.Strandgata 3 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss og sameiningu eignarhluta

Málsnúmer 2018110079Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. nóvember 2018 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Stapa lífeyrissjóðs, kt. 601092-2559, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss í húsi nr. 3 við Strandgötu. Einnig er sótt um leyfi til sameiningar hluta 0201 og 0301 í húsinu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Baldur Ó. Svavarsson. Innkomnar nýjar teikningar 26. nóvember 2018.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Kristjánshagi 8 B - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018090096Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. september 2018 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsið nr. 8 B við Kristjánshaga, mhl.01. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason. Innkomnar nýjar teikningar 27. nóvember 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Kristjánshagi 8 A - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018090101Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. september 2018 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsið nr. 8 A við Kristjánshaga, mhl.02. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason. Innkomnar nýjar teikningar 27. nóvember 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Halldóruhagi 4, mhl.01 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018110153Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. nóvember 2018 þar sem Steinmar Heiðar Rögnvaldsson fyrir hönd BF Byggingar ehf., kt. 621116-2230, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 4, mhl.01 við Halldóruhaga. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Steinmar Heiðar Rögnvaldsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Halldóruhagi 4, mhl.02 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018110180Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. nóvember 2018 þar sem Steinmar Heiðar Rögnvaldsson fyrir hönd BF Byggingar ehf., kt. 621116-2230, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 4, mhl.02 við Halldóruhaga. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Steinmar Heiðar Rögnvaldsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 13:55.