Samningar um móttöku flóttafólks

Þorsteinn Víglundsson og Eiríkur Björn Björgvinsson.
Þorsteinn Víglundsson og Eiríkur Björn Björgvinsson.

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, undirritaði í gær samninga við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í Reykjavík og Eirík Björn Björgvinsson, bæjarstjóra á Akureyri, um mótttöku sex sýrlenskra flóttafjölskyldna sem væntanlegar eru til landsins eftir helgi. Fimm þeirra setjast að í Reykjavík og ein á Akureyri.

Samningarnir eru sambærilegir þeim sem nýlega voru undirritaðir við forsvarsmenn sveitarfélaganna Hveragerðis og Árborgar sem einnig taka á móti fjölskyldum úr þeim 47 manna hópi sýrslenskra flóttamanna sem stjórnvöld hafa boðið til landsins. Undirbúningur að móttöku fólksins hefur staðið yfir um nokkurt skeið í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNCHR) og fór sendinefnd til Líbanons í nóvember síðstliðnum, meðal annars til að veita fólkinu fræðslu um Ísland og íslenskt samfélag.

Sjá nánar á heimasíðu velferðarráðuneytisins.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan