Viltu eignast vini á hinum Norðurlöndunum?

Krakkar á vinabæjarmótinu á Akureyri 2016.
Krakkar á vinabæjarmótinu á Akureyri 2016.

Norrænt vinabæjarmót ungmenna verður haldið í Randers í Danmörku í sumar frá 25. júní til 1. júlí. Þar mun ungt fólk frá Akureyri, Ålesund í Noregi, Lahti í Finnlandi og Västerås í Svíþjóð koma saman ásamt heimamönnum. Unnið verður að sameiginlegum spennandi og skapandi verkefnum. Ef þú ert á aldrinum 16-20 ára og vilt eignast vini í útlöndum, þá er þetta skemmtilegt tækifæri fyrir þig.

Leitað er að 17 hressum krökkum sem hafa áhuga á leiklist, dansi, söng, tónlist, myndlist, matargerð eða öðrum þroskakostum og vilja nýta hæfileika sína og prófa eitthvað nýtt. 

Umsóknarfrestur er til 19. apríl 2017.

Umsóknareyðublað er hér.

Lögheimili á Akureyri er skilyrði en nánari upplýsingar veitir Linda Björk Pálsdóttir í netfanginu lindabjork@akureyri.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan