Vilt þú koma fram?

Skógarlundur
Skógarlundur

Starfsemi í Skógarlundi, miðstöð virkni og hæfingar, tekur breytingum í sumar vegna sumarleyfa starfsmanna. Í fjórar vikur, frá og með 22. júní, mun venjubundin dagskrá leggjast af. Þess í stað verður opið hús alla virka daga kl. 13-16 og boðið upp á ýmislegt skemmtilegt, spjall og kaffisopa.

Líkt og síðustu sumur er stefnan að vera með lifandi tónlist flesta daga ásamt annarri fjölbreyttri afþreyingu sem miðast við áhugasvið og getu gesta. Margir hæfileikaríkir einstaklingar hafa komið fram, þjónustuþegar, starfsmenn og aðrir listamenn. Meðal tónlistarmanna sem hafa boðað komu sína í ár eru KÁ/AKÁ, Rúnar Eff, Birkir Blær og Stefán Elí.

Fjölbreytt starf er í Skógarlundi fyrir fatlað fólk allt árið um kring og er markmiðið að draga úr áhrifum fötlunar og auka hæfni til að starfa og taka þátt í daglegu lífi. „Að geta boðið upp á lifandi tónlist fyrir gesti Skógarlundar er frábært,“ segir Halldór Arason, verkefnastjóri sumarstarfs fatlaðra. „Tónlist gefur lífinu lit og hjálpar til við að búa til jákvætt og skemmtilegt andrúmsloft. Í gegnum tíðina hefur komið fram frábært tónlistarfólk og hefur þeim einatt verið vel tekið. Mikil stemming hefur myndast í húsinu og er gleðin og jákvæðnin áþreifanleg,“ segir Halldór.

Enn er pláss fyrir fleiri áhugasama til að koma í heimsókn og flytja lifandi tónlist í sumar. Þeir sem vilja leggja þessu verkefni lið og koma fram er bent á að hafa samband við Halldór á netfangið halldor.arason@akureyri.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan